Þessi uppskrift er voða einföld og svakalega góð :)
ekkert mál að geyma hana í frysti, ef að óvæntir gestir mæta eða bara fram að jólum.

Botn:
4 Eggjahvítur
150 gr. Kókosmjöl
150 gr. Flórsykur
Eggjahvíturnar eru þeyttar, flórsykri og kókosmjöli er bætt varlega útí. Sett í lausbotna form og bakað við 200°C uns kókosmjölið hefur fengið ljósbrúnan lit (u.þ.b. 15 mín.)

Krem:
4 Eggjarauður
50-60 gr. Flórsykur
100 gr. Suðusúkkulaði
Eggjarauður og flórsykurinn er þeytt saman. Suðusúkkulaðið og smjörið er brætt og blandað saman. Blöndunni er síðast hrært varlega útí eggjarauðuhræruna. Kreminu er síðan smurt yfir kókosbotninn.

Skraut og bragðbætir:
1 Peli Rjómi

Rjóminn er þeyttur. Þeyttum rjómanum er síðan smurt yfir kökuna. Kakan er svo fryst og borin fram köld.
Kv. EstHer