Pastaeggjaréttur!  nammnamm Ég og vinkona min erum oft að elda einhvað nýtt og búa til alskyns eggjakökur og pastarétti og ég ákvað að skella einum pastaeggjarétti inn því hann er geðveikt góður að okkar mati:D


Sjóða pasta-semi mikið

Takið 4-6 egg og steikjið á pönnu og hræðið(ekki gera köku)
bætið venjulegri brauðskinku eða kalkúnaskinku (í litlum bitum,skera í kassa)
venjulegur laukur(1/4 af honum) skorin í smátt
1 hvitlaukur skorin í smátt( setjið eftir smekk, ég persónulega elska hann)
niðursoðnir tómatar í svona dós, ( tómatsósusómatar)
allt hrært vel saman á pönnu, bætið svo soðnu pastanu útá og hrærið saman, bæti matreiðslurjóma útá eftir smekk, (ekki og mikið samt)

krydd sem við notuðum á eggin og skinkuna voru sísonal, lemon&pepper(McCormick),
Chicken krydd(McCormick), svartur pipar,
þið notið bara það sem þið viljið

Upphaflega var planið a nota kjúklingabringur skornar í bita en það var ekki til þannig að þið veljið bara skinku eða kjúkling- bæði mjög gott!

Svo vorum við líka með salat,
Icebergkál,
vinber skorin í tvennt,
Paprika,
Gúrkur,
Blandað saman auðvitað :D

Þá er það komið verði ykkur að góðu,
Læt fylgja með mynd:D
Viltu bíta mig?