Jólapiparkökur. Piparkökudeig

350 gr. hveiti
150 gr. púðursykur
1/2 tsk. lyftiduft
1 tsk. kanill
1/2 tsk. engifer
1/4 tsk. negull
pipar á hnífsoddi
50 gr. kalt smjörlíki
1 dl. síróp
1 egg
2 msk. mjólk

Sigtið saman hveiti, lyftiduft og krydd. Blandið púðursykrinum vel saman við. Setjið þurrefnin á borð (eða í sklál) og gerið holu í miðjuna. Setjið smjörlíkið í litlum bitum í holuna, ásamt sírópi, eggi og mjólk og hnoðið úr þessu slétt og sprungulaust deig. Látið deigið bíða í ísskáp í 20-30 mín.. Fletjið síðan deigið þunnt út (u.þ.b. 4mm) og skerið út jólamyndir.
Bakið þá síðan á bökunarplötu, klæddri bökunarpappír við 180°C í 8-12 mín fer eftir stærð hverjar piparköku. Látið kökurnar kólna á plötunni.

Flórsykurbráð.

250 gr. flórsykur
1 eggjahvíta
1/2 tsk. sítrónusafi

Þeytið eggjahvítuna um stund. Bætið síðan sítrónusafanum ásamt flórsykrinum út í og þeytið vel saman. Bráðin á að vera létt og loftkennd. Setjið bráðina í sprautupoka með mjóum stút og skreytið kökuna með henni. Látið bráðina þorna. Einnig má bæta við matarlit til að fá fjölbreytta liti.

Góða skemmtun.
Kv. EstHer