Chili/lime rækjur með núðlum

Fyrir 4

16 stk Stórar rækjur
Rifinn börkur af 1 Lime
1 stk Rautt chili, fínt saxað
½ dós Bambussprotar
½ haus Broccoli, gróft rifið
10 stk Rósapipar
2 msk Fiskisósa (tælensk)
1 krsk Sykur
4 msk Sherry
2 geirar Hvítlaukur, saxaður
Olía, til steikingar
2 pk Núðlur

Pillið rækjurnar.
Hitið svolítið af olíu á stórri pönnu eða wok og steikið rækurnar.
Bætið hvítlauk og chili á pönnuna og steikið í smástund í viðbót.
Fjarlægið rækjurnar af pönnunni. Setjið grænmetið á pönnuna og hrærsteikið í 1-2 mín.
Bætið fiskisósunni, sherry, pipar og limeberkinum á pönnuna og látið suðuna koma upp. Smakkið til með sykrinum. Látið malla í smástund.
Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum og berið fram með rækjunum og grænmetinu.

Verði ykkur að góðu!
Kv. EstHer