þetta er uppskrift fyrir þá sem Þora!

Ég gerði mikið af þessu lambi í fyrrasumar og sama hverjir komu í mat það slefuðu allir!
en við gefum okkur það að það sé til gott grill á heimilinu sem og öll helstu áhöld.

fyrir 4
Kjöt
1 kg lambafille (eða 2 meðalstór fille = 1 hryggur)
250 gr. Humar eða um 2 á mann = 8 stk
200 gr. Hörpudiskur eða 3-4 á mann
4 stk Lime
2-4 hvítlauks geirar
1/2 laukur (rauðlauk eða venjulegan)
1-2 chilli pipar ferska (má vera grænn eða rauður eða 1 af hvorum)
salt og pipar eftir þörfum

takið humarinn úr skelinni, saxið laukinn mjög smátt ásamt chilly piparnum og setjið í skál rífið börkin af 2 lime, skerið öll lime aldinin og kreistið safan af þeim yfir laukin og chillyin ásamt berkinum saxið hvítlaukin og setjið útí kryddið með salti og pipar setjið nú humarinn og hörpudiskin í og látið standa í 20 mín
á meðan er gott að huga að lambinu takið hvert fille í tvennt eftir miðju, skerið gat í það eftir endilöngumeð littlum hníf gatið á að vera það stórt að það komist stóri fingur létt inní það,
þegar marineringin er tilbúin troðið þá hvern bita fyrir sig með humar og hörpudisk til skiftis og gott er að leyfa lauknum og chillyinu að fljóta með.
grillið á miklum hita í um 5 mín á hvorri hlið og kryddið að utan með salti og pipar.

Meðlæti

4 stórar bökunarkartöflur
þvegnar og velt uppúr olíu setjið í eldfast form og setjið gróft salt í botnin á því þannig að það sé í það minnsta 5 mm lag jafnt í öllu forminu. raðið kartöflum ofaná og bakið við 180°c
í 50 mín það þarf ekki að snúa þeim þegar þær liggja á saltinu því þá er jöfn hitadreyfing og þær brenna ekki í botnin.

Grænmeti:
1/2 haus hvítkál
1/4 haus rauðkál
1-2 gulrætur
1/2 blaðlaukur
2 rauðlaukar
10-15 sveppir
( í raun má setja hvaða grænmeti sem er, það er allt skorið niður og blandað í stórri skál svo þegar kjötið er að verða tilbúið er það steikt í olíu í non stick teflon pönnu kryddað með salti og pipar og svo sykri ef smekk (það má í raun ekki sleppa sykrinum hann gefur bæði gljáa sem og bragð)
Sósa:

Ég mæli með rauðvínsvillisveppasósu með þessu
og innihald hennar er svo hljóðandi

1/2 flaska af rauðvíni (gott að nota afgangana í þetta)
1 laukur meðalstór
10-12 piparkorn svört.
100-200 gr villisveppir þurkaðir
100 gr smjör
200 ml vatn
kjötkraftur (eftir smekk)
sósujafnari eða smjörbolla

setjið sveppina í bleyti í volgu vatni og látið standa í um það bil 20 mín á meðan getið þið skorið laukin í teninga (eða hvernig sem þig langar hann verður sigtaður frá hvort eð er)
setjið olíu í pott og svitið laukin í henni þar til hann er orðin glær passa að hafa ekki of mikin hita á hellunni setjið 3/4 af rauðvíninu útí ásamt piparkornum, leyfið þessu að sjóða niður í svona 10 mín setjið því næst vatnið og kjötkraftin (ekki setja mikið það er alltaf hægt að bæta í) og látið suðuna koma upp aftur.
sigtið soðið með fínu sigti og setjið aftur til suðu en nú með sveppunum sem eiga að vera orðnir blautir í gegn (gott að kreysta aðeins úr þeim safan og saxa þá fínnt áður en þeir eru settir í soðið)látið sjóða í 5 mín.
þykkið með sósujafnara eða smjörbollu og látið suðuna koma aðeins upp setjið nú afgangin af rauðvíninu og kryddið svo til með salti, pipar, kjötkrafti einnig er gott að eiga laukduft hreint það er frábær bragðbætir.
Allt tilbúið.
frábært með rioja rauðvínum
kveðja í bili