Jæja Krakkar mínir það sem kemur hér að neðan er án efa með betri kjúklingasamlokum sem þið getið smakkað! Ég gerði þessa samloku þegar ég bjó í Bólivíu og var þar með veitingastað og á tæpum 5 árum hef ég selt í kringum 1000000 stykki eða svo en hún er mjög svo einföld því og ekki dýr í framleiðslu. Hún er frábær ef til er eldaður kjúklingur frá deginum áður.

Þið þurfið að hafa gott brauð svo að þetta gangi vel og mæli ég með baquette brauði sem þið bakið sjálf annars getið þið bara fengið ykkur tilbúið baquette.

fyrir 1 samloku
ein góð lúka af steiktum kjúkling skornum í littla bita
1 baquette brauð lítið
1/2 laukur skorin í sneiðar
1 lúka af maíz kornum
ananas í dós skorin í littla bita (setjið eftir smekk)
Ostur
rifið kál
tómat sneiðar
Sósa (best er að nota hvítlaukssósu en einnig er hægt að nota pítusósu)

eftir að það er búið að baka brauðið þá skal skera það eftir endilöngu.
Í teflon pönnu setjið smá af olíu og setjið svo laukin í beinni línu þvert á hana stráið því næst maiz og ananas yfir laukin.
skellið kjúklingnum yfir og slatta af osti leyfið þessu að steikjast þartil allur osturinn er bráðnaður en passið að brenna þetta ekki.

setjið sósuna í brauðið svo kálið og tómatana,
takið svo með plast spaða af pönnuni og setjið yfir skellið smá sósu ofaná og lokið og njótið.
ég tek það fram að það eru ekki allir sem fíla ananas í mat þannig að það er ekkert mál að sleppa honum.