Þetta er (THE) KARTÖFLURÉTTURINN

Kartöflukaka

6-7 stórar kartöflur
olia
2 stórar gulrætur
salt og pipar

Dressing

hrein jógúrt
majones
steinselja
dijon sinnep
gróft sinnep(pommery)
hvítlaukur, kraminn
sítrónusafi
ólífuolia
pipar og salt
og ýmislegt annað sem mér dettur í hug

Kakan
stilla ofnin á 200°C
sneiða kartöflurnar í frekar þunnar skífur sem og gulræturnar
setja kartöflurnar í frekar djúpa ofnhelda pönnu ásamt olíunni, salt og pipar, koma þeim svo þannig fyrir að þær liggi frekar þétt í pönnunni, raða gulrótunum ofaná og loka.
láta þetta krauma við milliháan hita í dáldin tíma eða þar til kartöflurnar eru orðnar fallega gullnar á botninum.
setja inní ofn með álpappír ofaná.

Dressing
blanda saman olíu sítrónusafa og hvítlauk, bæta við steinselju jógurt mæjonesi og sinnepi, pipra og salta eftir smekk, smakka og bæta út í því sem þig lystir, er best ef látið standa smá fyrir notkun.

Kakan er tilbún þegar hægt er að stinga hníf í gegn án vankvæða, þá á að snúa henni yfir á disk og skera í kökusneiðar maka svo helling af dressing ofaná og BORÐA, vessogú!