Pozole er kjötsúpa og eins konar þjóðaréttur í Mexikó. Súpan kemur upphaflega frá Chiliapa, Guerrero, á 18. öld.

Uppskrift

1 stk. kjúklingur
3 geirar hvítlaukur
1 grein kóríander
1,5 kg grísakjöt
1 kg hominy, (þurrkað, soðið og sigtað)
1/2 stk. laukur
4 tsk. salt
kalt vatn

súpan er borin fram með:
þurrkuðu órigan
pizuín eldpapríkum eða sósu
radsísneiðum
söxuðum lauk
læmum
fínt söxuðu íssalati

Svínakjötið er skorið í teninga og sett yfir til suðu í vatni ásamt þremur tsk. af salti og soði í 1 klukkutíma. öllum sora er fleytt af. hominy-ið er síðan sett í pottin með svínakjötinu og soðið í 30 mínútur í viðbót.
kjúklingnum er komið fyrir í öðrum potti ásamt lauknum hvítlauknum, teksieð af salti og kóríander. vatn er sett í pottin svo fljóti yfir um það bil 2,5 - 3 L og kjúklingurinn soðinn í um 30 mínútur eða þar til ahnn er tilbúinn.
kjúklingurinn og kjötið er fært úr pottunum og rifið niður þó er svínakjötið oft látið vera í teningum. kjúklingasoðið er sigtað saman við svínakjötssoðið og hominyið, kjúlingurinn og svínið sett út í.
síðan er nú krydduð með salti og pipar og látinn sjóða í nokkrar mínútur. súpan er borin fram með sneiddum radísum, fínt skornu íssalati, söxuðum lauk, þurrkuðu órigan, læmu bátum og pizuín eldpapríkum (eða eldpapriku sósu). Meðlætið er haft á hliðardiski og gesturinn skammtar sér sjálfur eftir smekk.

Uppskriftina fékk ég í einni bestu matreiðslubók sem ég hef lesið og notast við sem eru orðnar þónokkrar. Matreiðslubók sem ég fékk í Hússtjórnunarskóla sem ég var í fyrir 2 og hálfu ári síðan :
Ofurhugi og ofurmamma