þessi tekur sinn tíma en er þess virði. ég skrifa ekki hlutföll því hver og einn verður að finna það með sjálfum sér

gulrætur
laukur
fennell
hvítlaukur
chillí
humarskeljar eða humarkraftur
pillaður humar
tómatpurée
hvítvín / engiferöl
koníak / viskí
rjómi

setjið humarskeljar í ofn og brúnið þar til rákirnar á skelinn byrja að sjást og fá fallegan brúnan lit.
skerið grænmetið gróft, í stóra bita ( engin þörf á að skræla neitt) setjið í stóran pott með hvítlauk, heilum chilli, tómat purée og humar skeljum, steikið þetta þar til tómarpúréeið myndar dökka skán í hliðunum og í botninum. skafið og endurtakið.
bætið við vatni (ef ekki eru notaðar humarskeljar skal nota humarkraft og leysa upp í vatninu ( hálffylltur pottur) og hvítvíni eða engiferöl.
sjóðið niður til helmings eða meira. þeim meira sem soðið er niður þeim bragmeiri verður súpan.)
sigtið grænmetið frá soðinu sem ætti að vera dökkbrúnt… þykkið með rjóma og smá maizenamjöl ef þarf

setjið steiktan humar saman við, val hvort hann sé heill eða jafnvel hakkaður. gott er að nota “töfrasprota” og hakka ofan í súpunni.

náið súpunni uppað suðu áður en hún er borin fram

verði ykkur að góðu.