350 gr ungnautahakk
250 gr pastaskrúfur
hálfur kúrbítur
ein lárpera
ein rauð paprika
hálfur blaðlaukur
einn rauður chili pipar
2 frosnir kubbar hvítlaukur
2 frosnir kubbar kóríander
2 frosnir kubbar steinselja
2 frosnir kubbar basil
1 dós af pastasósu frá la selva
3 msk Rjómaostur

Þetta er nú frekar auðveld uppskrift, gerð úr grænmetisafgöngum sem ég fann í ísskápnum mínum.

Byrjað er á að skera niður grænmetið, ekkert of smátt. Brúnið síðan kjötið og þegar það er tilbúið, sigtið þá fituna í burtu. Steikið núna grænmetið og frosnu kubbana með. Bætið út í pastasósunni og rjómaostinum. Setjið kjötið aftur út í og blandið. Á meðan þessu stendur skal sjóða pastað.

Nú er þetta tilbúið til átu :)

Gott er að hafa eitthvað ferskt grænmeti með, t.d. gúrku og salat.
Just ask yourself: WWCD!