Kakan

Ofnhiti 180°C (blástur)


Hráefni

Tvö egg
2 dl sykur
1 msk matarolía
2 dl hveiti
1 1/4 tsk lyftiduft
1/2 tsk vanilludropar
1 1/4 dl mjólk

Aðferð

1. Þeytið eggin og sykurinn vel með rafmagnsþeytara á hæsta hraða í um sex mínútur.

2. Sigtið þurrefnin út í skálina.

3. Bætið mjólkinni og matarolíunni út í og hrærið allt vel saman með sleikju.

4. Skiptið deiginu í tvö kringlótt, grunn tertumót og bakið í um það bil 16 mínútur í miðjum ofni.

5. Takið kökuna úr ofninum og smyrjið karamellukókosbráð á.



Karamellukókosbráð


Hráefni

125g smjör eða smjörlíki
1 1/4 dl púðursykur
3 dl kókosmjöl
4 msk mjólk

Aðferð

1. Setjið allt í pott og hitið á meðalhita þangað til smjörið bráðnar og sykurinn leysist upp.

2. Hrærið í allan tímann.

3. Takið af hellunni um leið og allt hefur samlagast.

4. þegar kakan hefur verið í ofninum í 16 mínútur má smyrja bráðinni verlega yfir kökuna.

5. Passið að dreifa bráðinni varlega yfir alla kökuna því það er erfitt að smyrja henni yfir.

6. Setjið kökuna með karamellubráðinni aftur inn í ofninn í u.þ.b. átta mínútur eða þangað til karamellubráðin verður gullinbrún og stökk.


Verði ykkur að góðu.