Ég var að fatta indælis súpu um helgina, hún heitir Fiðursúpan

Það sem þarf í kvikindið er:

1 kartafla
1/4 hvítur laukur
smá paprikubút
smá slæsu af rófu
ein gulrót
Grænmetisteningur
lárviðarlauf
vatn
pastaskrúfur
1 lítil dolla Hunt's Tomatoes Paste
dass af Herbamare krydd
Kínakál

Maður lætur 1 lítra af vatni í pott, lætur vatnið hitna smá, þá sker maður paprikuna, gulrótina, rófuna, kartöfluna og hvíta laukinn og lætur í pottinn og lætur koma að suðu, þá bætir maður í pastakrúfurnar, kínakálið, Tomatoes Paste dótaríið , lárviðarlaufið, grænmetisteningin, kryddið og 2 dl af vatni. Lætur sjóða í 10 mín slekkur undir og ef þetta er alltof ókryddað fyrir þig þá dassaru aðeins meira kryddi oní og BINGÓ þú ert komin með súpu.
Man United, Flight of the Conchords, Family guy