Á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag [21.9.2006] er heilsíðu auglýsing frá General Mills á skandinavíu fyrir neðan mynd af framkvæmdastjóra General Mills stendur eftirfarandi.

General Mills
Góðir Íslendingar!
Neytendur víða um heim- þar á á meðal á Íslandi -hafa í marga undanfarna mánuði lagt hart að okkur hjá General Mills að taka upp á nýjan leik framleiðslu Cocoa Puffs með góða, sígilda bragðinu. Fyrir allnokkru varð blæbrigðamunur af bragði Cocoa Puffs. Þar sem byrjað var að framleiða þetta vinsæla morgunkorn skv. nýrri uppskrift. Okkur er ljúft að viðurkenna að þarna urðu okkur á mistök.
Við hjá General Mills höfum þá meginreglu að laga framleiðslu okkar í einu og öllu að óskum og þörfum neytandans. Mér er því sérstök ánægja að tilkynna að við höfum lagt nýju uppskriftina til hliðar og hið sígilda, góða Cocoa Puffs fæst nú aftur í verslunum á Íslandi.
Óskir og vilji neytanda ráða mestu um velgengni fyrirtækis eins og General Mills. Þannig eru þessi málalök til góðs, bæði fyrir okkur og fyrir þá tugþúsundir Íslendinga sem fátt vita betra en Cocoa Puffs.

Verði ykkur að góðu,
Bengt Engelbrektsson

Til hamingju Ísland :) :)