Ég er með óþol fyrir hveiti og geri og þurfti því að búa mér til mína eigin uppskrift af lasagne, það er mjög gott og ég get vel mælt með því!

Þess má geta að ég nota grófar spelt lasagne plötur, en sumum finnst þær fínu betri, persónulega finn ég engan mun. Einnig er náttúrulega hægt að nota venjulegar hveitiplötur ef þið fáið klígju af tilhugsuninni um speltmjöl. :)

12 plötur spelt lasagne (fást í hagkaup, nóatúni og heilsuvörubúðum)
1 dós fertilla lasagnesósa (sömu búðir)
1 rauð paprika
1/2 askja sveppir
1 rauðlaukur
1/4 zuccini (má sleppa)
2 hvítlaukslauf
1 dós sýrður rjómi (18%)
500 gr. lamba eða nautahakk
1 poki gratín ostur

Þú byrjar á að skera grænmetið smátt. Svo steikirðu kjötið og bætir grænmetinu út í. Þegar grænmetið er orðið mjúkt seturðu sósuna yfir og lætur malla í smá stund.

Því næst raðarðu 3 lasagne plötum í eldfast mót. Nú smyrðu dágóðum slatta af sýrðum rjóma á plöturnar, setur 1/3 af hakk kássunni ofan á og dreifir smá osti ofan á (ekki of mikið því þá verður of lítið efst).
Þá er bara næsta lag af plötum og er þetta endurtekið með restina og lokað með plötum efst. Smyrja það lag vel af sýrðum rjóma svo plöturnar brenni ekki og svo dreifa restina af ostinum yfir.

Þetta þarf að baka í ofni við 180°c í 45 mínútur til klukkutíma.

Voilà! Nú er maturinn tilbúinn að hægt að fara að kjamsa á honum! Njótið vel!
Just ask yourself: WWCD!