Mér finnst voða gaman að brasa eitthvað í eldhúsinu og um daginn ætlaði ég að gera WOK rétt en það er ansi erfitt að gera svoleiðis þegar maður á ekki svoleiðis pönnu og pannan sem er til staðar er of grunn.
En mér tókst þetta einhvern veginn og hérna er afraksturinn:

Efni:
500 gr kalkúnabringustrimlar
Hrísgrjón (ég mæli það ekkert, sett bara hæfilegt í pott)
Pastaskrúfur (hæfilegt magn)
Gular baunir, beikonbitar, paprika (litur að eigin vali) sveppir, laukur, BBQ krydd, paprikukrydd (má sleppa-er svipað og hitt kryddið) og svartur pipar

Aðferð:
Hrísgrjónin soðin upp úr BBQ kryddi og pipar
Pastaskrúfur soðnar upp úr nautakrafti (boullion), kryddunum og piparnum bætt út í.
Kalkúnasrimlarnir steiktir upp úr BBQ kryddinu og piparnum.
Gulu baunirnar, beikonbitarnir, paprikan, sveppirnir, og laukurinn allt steikt saman og síðan er soðna pastanu bætt út í.
Síðan má bæta smá vatni út í ef þetta virðist vera of þurrt.

Reyndar steikti ég kjötið sér (á annarri pönnu) og lét það standa á meðan ég steikti meðlætið og pastað og síðan blandaði ég öllu saman.
Með þessu má bera fram sveppasósu og eins er hægt að steikja meðlæti að eigin vali en þetta valdi ég og var þessu mjög vel tekið.

Verði ykkur að góðu,
pernilla