Þegar ég býð fjölskyldu minni heim til mín í mat, er þetta ofarlega á vinsældalistanum. Þetta er ótrúlega einfalt í undirbúningi, og allir eru rosalega hrifnir af þessu.

Hráefni:
300 g couscous (merkið er Tipiak, gulur og blár pakki, fæst í Nóatúni)
1 krukka pestósósa (glær krukka með gulu loki og grænum miða, frá filippo berio, 180 g)
Jöklasalat ¼ haus
½ gúrka
2 tómatar
1 paprika
1 lítið avokado (passa að það sé mjúkt)
½ -1 dós fetaostur (láta kryddlöginn renna af)
5-8 stk sólþurrkaðir tómatar (láta olíuna renna af þeim)
1 stórt hvítlauksrif

Aðferð:
Couscousið er soðið skv. leiðbeiningum á pakka. Það er forsoðið svo það er tilbúið á ca. 5 mínútum eða svo. Ég set svo pestósósu út í það þegar það er heitt. Saxa allt hitt í
hefðbundið salat og blanda couscousinu saman við þegar það er orðið kalt. Það er reyndar allt í lagi þótt það sé aðeins ylur í því.
Gott að hafa brauð með, hvítlauksbrauð eða annað gott brauð.

Þessi skammtur dugar handa 6-7 manns. Hollt og gott og seðjandi.