Ok, ég kann EKKERT að elda og það eina sem ég fæ að gera þegar ég bið um að fá að hjálpa til í eldhúsinu til að læra það er að skræla kartöflur, sem vekur ekki beinlínis áhuga minn á að taka meira þátt. Svo má ég ekki elda heima nema ég læri fyrst og þá eru það bara kartöflurnar og í mesta lagi grænmeti. Mig langar ofsalega til að læra að elda alvöru mat, en ég hef ekki tíma til að fara á námskeið, svo ég er að velta því fyrir mér hvort þið séuð með einhverjar töfralausnir fyrir mig. Eitthvað einfalt en gott sem ég get komið foreldrum mínum á óvart með svo ég fái að gera eitthvað í eldhúsinu. Ég er 19 ára og stutt í það að ég fari að flytja að heiman og ég dauðskammast mín fyrir að kunna ekkert á þetta.