Nokkrar eggjalausar uppskriftir =D Ef þið hafið lent í því að vera að halda afmæli og eitt barnið er með eggjaofnæmi er ástæðulaust að vera að gera eitthvað sem öllum finnst vont eða að láta þann með ofnæmið svelta. Ég ætla nú að setja inn uppskrift að yndislegri skúffuköku, rjómabrauði (meira svona hátíða) , Rice Crispies köku og Bananatertu. Enjoy.


Skúffukaka:

3 dl. sykur
0,8 dl. kakó
9-10 dl. hveiti
1 tsk. salt
2 tsk. matarsódi
5 dl. súrmjólk eða AB mjólk
1 dl. olía
Setjið fyrst allt þurrt, svo allt blautt. Bakast við 170° í 30 mín.

Krem á skúffuköku:
100 gr. smjörlíki
cirka einn pakki af flórsykri
smá kakó (eftir smekk)
kaffi, eftir smekk
vatn (þegar kaffibragð er of mikið)
Skellið öllu saman og hrærið, smakkið svo til hvað vantar útí.

Rjómabrauð:
Hrærið saman rjóma og ávöxtum úr dós, smyrjið smá smjör á brauð sem er skorið í tvennt (þríhyrninga, smjör fer eftir smekk) og setjið rjómablandi ofaná, um það bil tvær skeiðar rjómabland á hvern þríhyrning. Takið svo suðusúkkulaði og skerið í ræmur með ostaskera og setjið ofaná (eða súkkulaðidropa).

Hvítur botn:
4 dl. hveiti
2 msk. kartöflumjöl
½ tsk. salt
2 dl. sykur
3 tsk. lyftiduft
1 dl. olía
2 dl. mjólk
Blanda þurrefnum fyrst og svo blauta dótinu, hellt í vel smurt mót og bakað við 170° til 180° í cirka 25-30 mín.

Rice Crispies kaka:
1 Hvítur botn
100 gr. suðusúkkulaði
5 msk. síróp
60 gr. smjörlíki
1/3 úr Rice Crispies pakka.
Setjið súkkulaði, smjörlíki og síróp út í pott og látið bráðna, skellið svo hinu útí og hrærið saman þar til að allt virðist girnilegt. (Hiti á hellu= ca. 2)


Bananakaka:

1-2 hvítur botn (eftir smekk)

Krem á bananaköku:

1 peli rjómi
50-100 gr. brætt suðusúkkulaði
2 msk. sykur
2 stórir bananar

Þeytið rjómann og bætið síðan í hann strásykrinum og bræddu súkkulaðinu (kældu). Setjið súkkulaðið útí rjómann og hrærið á meðan, smyrjið kreminu á og skreytið með banönum.