Gaman væri að fá mismunandi uppskriftir að hakkréttum hingað á Huga.. Og þá er ég að meina svona hakk og spaghettí rétti.
Ég er allavegana búin að prófa mig soldið áfram með hakk og einn uppáhaldsmaturinn minn í dag er einmitt hakk og spaghettí sem tengdapabbi “fann upp”.. Hljómar ekkert mjög spennandi að hafa hakk og spaghettí í uppáhaldsmat en hér er uppskriftin, læt ykkur dæma :)

Innihald:
1 pk. Nautahakk (400-500g)
1 stór laukur
Nokkrir ferskir sveppir (skornir í sneiðar)
250g Slotts tómatpúrra (fæst í svona krukku)
Vatn
200-250g Rjómaostur

Aðferð:
Steikið laukinn og sveppina á pönnu og látið aðeins brúnast.
Setjíð því næst nautahakkið með á pönnuna (gott er að krydda það aðeins með kod og grill krydd áður) og steikið vel.
Blandið síðan tómatpúrrunni saman við (250g) og setjið svo vatn í krukkuna (jafn mikið og tómatpúrran) og blandið svo vatninu saman við allt á pönnunni.
Loks setjið þið rjómaostinn út í og blandið hounum vel saman við.
Þegar allt er blandað vel saman látið þá malla í svona 5 mín. áður en þetta er borið fram.

Gott er borða tagliatelle með þessu eða bara venjulegt spaghettí og ekki gleyma parmesan ostinum :)

Verði ykkur að góðu!!