Það er til fullt af skemmtilegum uppskriftum á netinu og margar þeirra eru á ensku. Því miður hafa Ameríkanar og Bretar ekki enn uppgötvað það að metrakerfið er langbest og nota einhverjar óskiljanlegar mælieiningar. Jæja en hér er svona smá til að hafa til hliðsjónar ef maður vill samt sem áður reyna að nota þessar úgglensku uppskriftir :)

Rúmmál/vökvi:

1 dram = 3/4 tsk (8 dram = 1 únsa)
1 únsa (oz) = 2 msk (8 únsur = 1 bolli)
1 bolli (cup) = ca 2,4 dl (2 bollar = 1 pint)
1 pint = ca 5 dl (4,7 dl)


Þyngd:

1 únsa (oz)= ca 30 gr (28,4 gr) (16 únsur = 1 pund)
1 pund (lb)= ca 450 gr

Hitastig (svona þessi algengasti ofnahiti í °C):

100°C = 212°F
150°C = 302°F
170°C = 338°F
175°C = 347°F
180°C = 356°F
200°C = 392°F
210°C = 410°F
225°C = 437°F

Hitinn hækkar um 1,8°F fyrir hverja °C

…og svo þegar maður fer í gamlar uppskriftabækur þegar allir áttu vigt og enginn vissi hvað dl var (eða þannig):

Hveiti: 100 gr = ca 1 1/2 dl
Sykur: 100 gr = ca 1 1/4 dl
Kveðja,