Ég hef sko yfirleitt bara pantað svona frá mexíkanska staðnum sem er við hliðina á húsinu mínu en svo ákvað ég að prófa mig áfram og svona lítur meistaraverkið mitt út:
Ég skrifa ekkert magn af því ég geri þetta bara eftir minni en svo verður fólk bara að finna það út sjálft hvað það vill mikið af hverju.
Svo er alltaf hægt að bæta einhverju öðru við og/eða sleppa öðru.

Maístortilla
Kjúklingabringu eða nautakjöt (fer eftir smekk)
Rauðlaukur
Ferskt chilli
Koríander
Hvítlaukur
Rifinn ostur

Kjötið steikt á pönnu, látið kólna og svo skorið niður í smábita.
Rauðlaukurinn & hvítlaukurinn hakkaðir niður og chilli-ið skorið niður í strimla.
Kjötinu, kóríandernum, laukunum báðum og ostinum blandað saman og sett i samanbrotið tortillað (eftir að það hefur verið sett í olíu til að mýkja það).
Bakist í 10 mínútur við 200 gráður.
Borið fram með mexíkönskum hrísgrjónum (uppskrift hér að neðan) og e.t.v svörtum baunum (en þær eru ekkert æðislega góðar).

Mexíkönsk hrísgrjón:
Rautt chilliduft, boullion, oregano, cumino & salt blandað saman við venjuleg hrísgrjón sem þið ættuð nú að kunna að sjóða…;)
(Fékk uppskriftina á mexíkanska staðnum)

Njótið vel en ekki kvarta í mér ef þetta er vont :)
Kv,
Pernilla