Þessa uppskrift fékk ég hjá tengdamömmu en hef endurbætt hana aðeins eftir minu höfði. Þetta er auðveld og fljótleg sunnudagssteik.

Hráefni:
Úrbeinaðar svínahnakkasneiðar (hunangsreyktar)
Soðnar kartöflur
50-80 gr smjörlíki
sykur
Tómatsósa
Tvær matskeiðar Púðursykur
Sætt sinnep
Hunang

Brúnaðar kartöflur:
Smjörlíkið er látið bráðna á pönnu og sykrinum svo bætt útí, sykurinn er látinn bráðna í smjörinu þar til hann byrjar að litast brúnn, passa þarf að sykurinn brenni ekki.
Þegar sykurinn er byrjaður að brúnast bæti ég smáveigis tómatsósu útá og hræri (þetta gefur góðan lit á gljáann og gott bragð). Næst fara kartöflurnar útí og malla í smástund.

Sykurhjúpur:
Kartöflurnar eru teknar úr sykurbráðinni og settar í skál með loki (svo þær kólni ekki) út á leifarnar á pönnunni fer slatti af tómatsósu, tvær matskeiðar af púðursykri, sætt sinnep og hunang.
Þessu er blandað saman og kjötið látið malla í þessu í 10-15 mín.

Svínahnakki í sykurhjúp:
Kjötið er steikt á pönnu um 7-10 mín á hvorri hlið, og þvínæst sett í sykurhjúpinn og látið malla í 10-15 mín í viðbót.

Meðlæti:
Rjómalöguð sveppasósa og gular baunir.

Verði ykkur að góðu

Angua
Si hoc legere scis, nimis eruditionis habes