SkinkuOstsHorn Þetta fynnst mér of gott, ég klára hornin alltaf strax sama dag og þau eru gerð :-Þ Þetta tekur samt tíma og er þokkalega erfit en þess virði.

Deig:
-100 g. Smör
-1/2 L. Mjólk
-1 pk. Þurrger
-60 g. Sykur
-1/2 tsk. Salt
-900 g. Hveiti

Fylling:
-200 g skinkuostur, skorinn í bita

Ofan á:
Egg til penslunar
Birkifræ (optional :o)

Hitið mjólk og smjör við lítin hita. Hellið í skál og sáldrið gerinu yfir. Bætið salti og sykri ásamt hluta af hveitinu og hrærið. Breiðið klút yfir deigið og látið það lyfta sér í u.Þ.b. 30 mín. á hlýjum stað.Þegar það er búið þá bætið þið hveitinu saman við smátt og smátt (ekki er víst að þörf sé á því öllu) og hnoðið. Skiptið deiginu í fimm hluta. Fletjið hvern þeirra út í kringlótta köku og skerið hana í 8 geira. Setjið skinkuostbita á hvern geira og rúllið diginu upp, frá breiðari endanum. Raðið hornunum á smurða plötu. Látið hornin lyfta sér undir klút í 30-40 mín. Hitið ofninn í 200°C. Penslið hornin með eggi, og stráið birkifræjum yfir, en ég vill sleppa því (pirrandi hvað annað). Bakið í 15-20 mín.
Hornin eru lang best nýbökuð
Endilega látið mig vita ef þið eruð með léttari útgáfu. :o)
.-=Geimkisi=-. brrrjá
.(SpacE CaT).