þessi er uppskrift er auðveld og tekur ekki nema svona 20 mín að undirbúa ;)

Innihald.
1 1/2 matsk. Paprikukrydd
2 ts salt
1 1/2 ts svartur pipar
1 ts hvítlaukskrydd
1 ts oregano
1.heill kjúklingur bitaður niður eða 4 bringur.
1.lítill laukur
1 græn paprika
1 rauð eða eftir smekk.
2 bollar hrísgrjón
vatn. ca. 3 1/2 bolli

Aðferð.
Blandið saman öllum kryddunum og berið vel á kjúklinginn (oft gott að setja olíu á hann fyrst til að kryddblandan hangi betur á)

Steikið kjúklinginn á djúpri pönnu eða potti með olíu, þar til hann er fallega brúnn báðum megin.

Saxið grænmetið niður og setjið með á pönnuna, ásamt grjónunum og vatninu.

Látið malla í ca.30 mín með lokið á.

Virkilega góður réttur með t.d hvítlauksbrauði ;)
Kv. EstHer