Hér er uppskrift af með þeym uppáhalds réttum mínum..

Hráefni:
800-1000 g lambainnralærisvöðvi
4 stk. bökunarkartöflur
2 msk. kerfill, ferskur, saxaður
2 msk. rósmarín, ferskt, saxað
2 msk. timian, ferskt, saxað
1/2 dl ólífuolía
1/2 msk. svartur, grófmulinn pipar
rauðvín eftir smekk
Grænmeti í umslagi
4 stk. smámaís
12 stk. nýir sveppir
1 stk. paprika, skorin í strimla
4 arkir álpappír

Leiðbeiningar:
Nuddið svarta piparnum vel inn í lambavöðvann og dreypið
matarolíunni yfir.
Saxið kryddjurtirnar smátt og veltið lambavöðvanum upp úr þeim,
dreypið rauðvíninu yfir og látið bíða í kæli í 12 klst. í vel
lokuðu íláti. Skerið kjötið í 4 hæfilegar sneiðar, penslið með
kryddleginum og grillsteikið í 8-10 mín. á hvorri hlið.

Grænmeti í umslagi
Þvoið, þerrið og sneiðið grænmetið í hæfilega bita. Skiptið í
fjóra jafna hluta, penslið með smjöri. Pakkið hverjum hluta inn í
álpappír og grillið í 15 til 20 mínútur.

Meðlæti
Grænmetið og bakaðar kartöflur.
kk