Djöfull líst mér á þetta áhugamál, ég sem matargerðarmeistari get nú loks miðlað þekkingu minni á lúxus uppskriftum.
hér kemur 1. uppskrift að hætti addaganja


Chilli kókos kjúklingbringur með indverskri Jera sósu

kíló ferskar kjúklingabringur
brauðrasp
kókos
fersk steinselja
olía
piri piri kryddolía
Sinnep
ab-mjólk
hunang
og Jera ground kumen
……………………..
tekur kjúklingabryngurnar lætur þær liggja í 12-24 tíma í piri piri kryddolíunni í ískáp.
Tekur þær út blandar saman raspi60-70 % og kókos 40-30% og dífir bringunum ofan í þannig þær verði húpaðar raspi og kókos.
næst tekurðu olíu og hitar í djúpri pönnu (varúð passið ekki hita olíu of mikið annars kviknar í henni) best er nátturlega ef þíð eruð með djúpsteikingarpott.
þegar olían er nógu heit(hægt að athuga með að stinga tannstöngli ofan í olíuna og ef það birjar að krauma í kringum hann er olían til búin, leggja bringurnar ofan í í ca 3 mín á hvorri hlið eða þegar kjúklingurinn er fallegur á litinn.
.
sósan er sinnepshunangssósa . ab mjólk25 % smá majónes 40% sætt sinnep35% og ein tsk af hunangi og 2 tsk ground kumen JERA blandið saman eftir smekk.


svo er það bara sallat(iceberg,gúrka,tómatar,ólívur smá rauðlauk og olífuolíu yfir allt saman og kydda með sallatkryddi) með þessu og nan brauð—— og stelpan er ykkar ;)
látið mig vita ef ykkur líst vel á matargerð mínaog ég mun senda ykkur fleiri lúksus uppskrifir úr mínum uppskriftagrunni með von um hina mestu nautn