Konur og Matargerð Titill þessarar greinar er því miður einthvað sem er hverfandi list.
Konur nú til dags eru ekki eins miklir snillingar á bak við eldavélina eins og for mæður þeirra voru.
Nú er þetta ekki tekið úr lausu lofti því mín reynsla af því er að stór hluti af því kvenfólki sem ég hef kynnst veit varla hvað eldavél er.
Eftir að konan fór meira út á vinnumarkaðinn hefur því miður verið minna um að móðir hafi tíma til að miðla þeirri endalausu visku sem hún hefur safnað sér í kringum árin til dóttur sinnar með þeim afleiðingum að dóttirinn er hálf fötluð í eldhúsinu þegar hún þarf að standa á eigin fótum.

Að elda

List sem konur voru á heimavelli í því það var bara þeim í blóð borið að sýna snilli sína í, en nú til dags er þetta bara goðsögn sem öllum köllum er mjög annt um að konan þeirra kunni.
það er varla að konur undir 25 kunni að sjóða kartöflur.
mér til mikillar ánægju er matargerð kominn á Huga og hér geta allir komið með uppskriptir, leiðbeiningar og ráð til allra, og vil ég hvetja ykkur stelpur til að gefa þessu áhugamáli gaum því við karlarnir erum einfaldir og ef þið viljið halda okkur í sjöunda himni er besta ráðið að elda fyrir okkur góðan mat og þá erum við á ykkar valdi.


Ein lítil fyndin dæmisaga:


fyrir nokkrum árum bjó ég á Súðavík,
þá var ein stelpa á verbúðinni sem ég var á.
Einn góðan veðurdag datt henni í hug að elda kjúkling og er það ekki frásögu færandi nema að henni dettur allt í einu í hug að skreppa til Flateyrar í klippingu.
Þegar hún kemur til baka, ný klippt þá verður hún vör við slökkviliðið sem er kominn til að reykræsta verbúðina og gera tilraun til að ná stálpottinum sem hefði bráðnað yfir eldavélina af.
þá varð henni ljóst að ekki er hægt að skilja eftir eldavél á hæstu styllingu eftir í þrjá klukkutíma.

lífið er það sem við gerum best svo við skulum nýta það til fyllnustu en ekki sóa því í vitleysu.

Eldum vel og góðan mat því það er ótrúlegt hvaða áhruf það hefur fyrir okkur sjálf og þá sem við viljum hlúa að.



P.S.
ekki taka þessa grein sem karlrembu heldur sem SKOÐUNN minni.