Þessa vikuna stendur yfir vika í skólanum mínum sem ber nafnið: “Gagn og gaman dagar.” Þar geta nemendur valið sig í hópa og mikið um að velja. Ég valdi hópinn “Ljúffengt og framandi” og sé sko alls ekki eftir því.

Mig langar aðeins að segja ykkur frá réttunum sem við framreiddum í dag.

Það skal tekið fram að upskriftir þessar koma frá Kristjáni Rafni, heimlisfræðikennara við Garðaskóla, en hann titlar sér þessar uppskritir (þó að sjálfsögðu, fattaði hann kannski ekki upp á þeim) og gefur góðfúslegt leyfi til að birta þær hér.

————————————————–

Heilsteikt dádýralund og gæsabringa
Fyrir 4
Innihald
- 350g dádýralund, snyrt
- 350g Gæsabringa, snyrt
- Smjör til steikingar (mikilvægt að nota smjör, ekki olíu eða mjörlíki)
- Salt og pipar
- Soðinn aspas, til skrauts

Dádýralundin og gæsabringan eru brúnuð á heitri pönnu í smjöri á öllum hliðum og krydduð með salti og pipar. Passa þarf að hitinn sé ekki of mikill svo kjötið brenni ekki, heldur brúnist. Síðan er kjötið steikt í heitum ofni við 110°C á blæstri þar til það er orðið miðlungs steikt(medium, ca. 55°C hiti í miðjum vöðvanum), tekur ca. 15-20 mínútur, því dádýralund og gæsabringa eru að frekar litlir vöðvar.
Ámeðan dádýralundin og gæsabringan eru að steikjast í ofninum er sósan löguð samkvæmt uppskrift.

Villisveppasósa
Fyrir 4-6
Innihald
- 10-15g Þurrkaðir villisveppir, bleyttir í sérrýi eða madeira (einnig hægt að nota 30g af frystum villisveppum)
- 30g scharlottulaukur, fínsaxaður
- 1-2 rif hvítlaukur, pressuð eða maukuð
- 25g smjör
- 1/2 dl Sérrý eða Madeira
- 1/2 dl Rauðvín, þurrt
- 1-2 msk Koníak
- 2-3 dl Rjómi
- Kjötkraftur eftir smekk (best að nota fljótandi kraft, nauta, kálfa, villi)

1.Vínið er kreist létt úr sveppunum(ef þeir hafa verið þurrkaðir og lagðir í bleyti í víninu). Smjörinu bætt á pönnuna og þegar það fer að krauma er lauknum, hvítlauknum og sveppunum bætt á pönnuna og kraumaðir gullinbrúnt, passa þarf að ekki sé of hár hiti.
2.Þá er Sérry/Madeira, rauðvíni og koníaki bætt á pönnuna og látið sjóða niður smá stund. Rjómanum bætt út í og látið sjóða rólega í nokkrar mínútur.
3.Þá er kjötkraftinum bætt út í, ekki of mikið í einu, ósan smökkuð til með salti, pipar og kjötkrafti. Gott er að nota fleiri en eina tegund af krafti, td. nauta, kálfa og villikraft til að fá fyllra bragð. Betra er að nota fljótandi krafta, því þeir eru yfirleitt ekki eins saltir og eru bragðbetri en þeir þurrkuðu.
4.Ef sósan er of þunn má þykkja hana með smávegis af maísena sósujafnara, en lítið í einu og láta suðuna koma upp.

Ferskt grænmeti ristað á pönnu
Fyrir 4-6
Innihald
- 60g Gulrófa eða næpa, afhýdd og í smáum bitum.
- 60g Súkíní, í smáum bitum.
- 60g Gulrót, afhýdd og í smáum bitum.
- 60g Sellerýstöngull, í smáum bitum.
- 60g Spergill eða blómkál, í nettum bitum.
- 50g Rauðlaukur, afhýddur og skorinn í báta.
- 50g Scharlottulaukur, afhýddur og skorinn í tvennnt
- 2 msk Steinselja, fínsöxuð
- Salt og pipar eftir smekk
- 2-3msk Ólífuolía eða 15g smjör til steikingar

1. Helmingur olíunnar er hitaður á pönnu þar til olían er orðin vel heit, ef látinn er einn biti á pönnuna á hann að snarka.
2.helmingur grænmetisins er sett á pönnuna og það steikt þar til það er farið að brúnast, varast skal að brúna grænmeið um of. Grænmetið er kryddað með salti og pipar og það síðan fjarlægt af pönnunni og sett í pott eða eldfast mót.
3.Síðan er restin af olíunni látin á pönnuna og hinn helmingur grænmetisins steiktur eins og áður er getið, kryddað með salti og pipar og sett í pottinn eða eldfasta mótið með hinu grænmetinu.
4.Grænmetið er síðan hitað í pottinum/eldfasta mótinu áður en það er borið á borð

Steikt grænmeti passar vel með steiktu kjöti, steiktum fiski og pastaréttum.

Bökuð kartafla “Fondante”
Fyrir 4
Innihald
- 4 Bökunarkartöflur, meðalstórar
- Olía til steikingar
- 2-3 dl Kjötsoð (Gert úr heitu vatni og kjötkrafti)

1.Meðalstórar bökunarkartöflur eru skornar í fallega teninga, einn tening og ein á mann. Passa að hafa þær allar svipaðar að stærð.
2.Kartöfluteningarnir eru brúnaðir vel á hetri pönnu á öllum hliðum, gullinbrúnar, passa að þær brenni ekki.
3.Þá eru kartöfluteningarnir settir í eldfast mót, kjötsoðinu hellt yfir þannig að soðið nái upp undir miðja kartöflu.
4.Kartöflurnar eru svo bakaðar í ofni á 175°C á blæstri þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn, tekur ca. 1 klst. Gott er að stinga í þær mjóum hnífi og á hnífurinn að renna mjúklega inn í kartöfluna þegar þær eru tilbúnar. Einnig hér, passa að þær brenni ekki.

Gateaux Jaqueline - súkkulaðikaka
Fyrir 6-8
Innihald
- 125g Sykur
- 1/2 dl Vatn
- 125g Suðusúkkulaði
- 2-3 msk Hveiti
- 125g Smjör, bráðið við lágan hita
- 2 Eggjarauður
- 2 Eggjahvítur, stífþeyttar með tveimur msk af flórsykri

1. Bræddu sykurinn í vatninu og láttu sjóða mjög rólega þar til sykurinn verður tær. Taktu þá sykurblönduna af hitanum og láttu það bráðna í sykurblöndunni.
2.Þeggar súkkulaðið er bráðnað, bættu þá í hveitinu og hrærðu rólega í því þar til allt hefur blandast vel.
3.Hrærðu þá bráðnu smjörinu út í smátt og smátt. Hrærðu stöðugt en rólega þar til allt hefur blandast vel.
4.Hrærðu þá egjarauðunum út í, einni í einu þar til deigblandan er orðin kremuð.
5. Að síðustu er stífþeyttri eggjahvítunni bætt í deigið og hrært í rólega með sleif eða sleikju þar til hvítan hefur blandast vel saman við. Deigið á þá að vera svolítið froðukennt.
6.Deiginu er helt í pappaform eða málmform með smjörpappí innan í og sett í heitan ofn.
7.Kakan er bökuð í miðjum ofni við 150°C í ca. 40 mínútur á blæstri.
8.Eftir bakstur á kaka að vera blaut, massíf og laus í sér.

Kakan er borin á borð volg eða köld með vanilluís eða þeyttum rjóma og ferskjum berjum.

Vanilluískrem
Fyrir 4-6
Innihald
- 2.5 dl Mjólk
- 2.5 dl Rjómi
- 4 Eggjarauður
- 100g Sykur
- 1 Vanillustöng, skorin upp eftir endilöngu og kornin skafin út (einnig hægt að nota 1/2 tsk vanilludropa)

1.Rjóma og mjólk er blandað saman og sett yfir til suðu í potti með vanillukornunum. Suðan látin koma upp og hrært í á meðan, potturinn tekinn af hitanum.
2.Eggjarauður og sykur þeytt saman í skál í mátulega þykkt og heitri mjólkurblöndunni hellt út í eggjablönduna, stöðugt hrært í á meðan. Blandan kæld með því að hræra í henni í 1-2 mín. Blandan er nú kæld frekar í ísskáp.
3.Eftir að blandan hefur verið kæld er hún sett í ísvél (eða frystir) og fryst þar til blandan er orðin mátulega frosin og kremuð.

Kexkarfa
Fyrir 15-20 körfur
Innihald
- 2.5 dl Eggjahvíta
- 200g Hveiti
- 150g Sykur
- 125g Brætt smjör

1.Eggjahvíta og sykur er þeytt saman þar til sykurinn hefur að mestu bráðnað, hveitinu er hrært út í og að síðustu er bræddu smjörinu hrært í smátt og smátt þar til blandan er orðin að mjúku deigi.
2.Deiginu er smurt út mjög þunnt á tefflonmottu eða á smurða og hveituga plötu. Stærðina er best að hver velji fyrir sig. Passa verður að þykktin sé ekki of mikil og einnig að deiginu sé ekki smurt slitrótt á plötuna.
3.Bakað við 220°C gullinbrúnt.
4.Mótað eftir smekk strax og deigið er bakað og á meðan að það er brennandi heitt, annars er ómögulegt að móta það, því þegar bakan kólnar verður hún að kexi og brotnar ef haldið er áfram að móta.
5.Ef mótuð er karfa úr deginu er hægt að setja í hana hinar ýmsu tegundir af ís, sorbet og ávöxtum.

Skógarberja-kompott
Fyrir 4-6
Innihald
- 100g Frosin skógarberjablanda
- 50g Flórsykur (má vera meira eða minna eftir því hve súr berin eru)
- 1/2 dl Vatn
- Sósujafnari eftir smekk

1.Þegar berin hafa þiðnað er safanum hellt af þeim og hann settur í lítinn pott ásamt vatni og flórsykri. Látið sjóða rólega í nokkrar mínútur.
2.Þá er sósan þykkt mátulega mikið með sósujafnara, síðan er sósan kæld smávegis og berjunum hrært varlega saman við.

————————————————–

Já þessa dýrindis rétti gerðum við krakkarnir og ég get með sanni sagt að ég hef aldrei bragðað jafn góðan mat.

Auðvitað þurftum við að leggja fínt á borð og raða matnum fallega á diskana. Auk þess hituðum við diskana í ofni.

Ég mæli með því að gera eftirréttina (þaes Skógarberja-kompott, Kexkörfu, Vaniluís og súkkulaðikökuna) klára áður en þið matreiðið aðalréttinn.

Þess má einnig geta að dádýrið var sérpantað frá Nýja Sjálandi.

Takk fyrir mig og ég vona að þið njótið góðs af.
-Mafuza