Fékk þessa uppskrift frá frænku minni, hef enga hugmynd samt hvaðan hún fékk hana…

ca. 250g ósoðin hrísgrjón
1 msk. karrí
100g sveppir
hálf rauð paprika
hálf græn paprika
5 msk. majónes
2 dl. matreiðslurjómi 15%
hálf teskeið formbrauð, skorpulaust
200g. rækjur
rifinn mozzarellaostur

Sjóða hrísgrjónin með karríinu. Skera sveppina niður og steikja og krydda saman með salti og pipari. Saxa paprikuna smátt niður. Hræra saman mæjó og rjóma, skera brauðið niður í litla bita og blanda saman við rjómablönduna. Setja síðan hrísgrjónin saman ásamt sveppunum, papriku og rækjum, blanda vel saman og setja í eldfast mót. Strá rifnum mozzarella ostinum yfir og baka við 200°C í ca. 20 mín, eða þar til að osturinn er aðeins farinn að brúnast.