Góðar súpur eru gulls ígildi. Hér er ein uppskrift ættuð úr matreiðslubók (ekki eftir mig sem sé) sem ég er búinn að týna auk þess sem búið er bæta eitthvað í hana - en að öðru leyti afar klassísk uppskrift:

6-8 stórar kartöflur
2 gulrætur
1-2 hvítlauksrif
1-2 laukar
salt og pipar
steinselja, fersk
beikon (gott beikon)

Laukur skorinn smátt, blaðlaukur hreinsaður og skorinn (græni hlutinn smærra), gulrætur í netta bita og allt í stóran pott og steikt létt upp úr olíu. Steinselju og hvítlauki (saxaður) og bætt út í. Þegar orðið glært eru afhýddum og söxuðum kartöflum (t.d. í teningum) bætt út í ásamt lítra af vatni.
Smátt skornu beikoni bætt út í stuttu síðar og saltað og piprað eftir smekk. Soðið þar til grænmetið er tilbúið.
Þá er 80-90% súpunnar (smekksatriði) skellt í matvinnsluvél og maukað vel. Hinu bætt út í og þannig fást nokkrir bitar í súpuna. Saltið og piprið til. Þegar súpa hefur kólnað er upplagt að geyma hana í ísskáp í 1-2 daga en auðvitað má neyta hennar strax. Svona súpur verða betri og betri - ég hef náð þessu upp í 4 daga.