Sacherterta:

Uppskriftin af kökunni er úr Mónubæklingi á netinu en í þeirri uppskrift var ekkert krem.
Það kom ekki í ljós fyrr en búið var að baka kökuna. Kremið fannst á austurrískri heimasíðu:

Upprunalega Sachertertan er þar líka.

Kakan:
150 gr. Sykur
150 gr. Smjörlíki
150 gr. Brætt Suðusúkkulaði
4 stk. Egg
1/2 Sítróna (safinn eingöngu notaður)
1/4 - 1/2 bolli gróft muldar möndlur
150 gr. Hveiti

Eggjahvíturnar eru þeyttar og geymdar þar til síðast. Hrært er saman mjúku smjörlíki, sykri og bræddu súkkulaði. Eggjarauður settar saman við ein í einu. Blandað varlega útí þeyttum eggjahvítum, sítrónusafa, möndlum og hveiti.
Bakað við 150°C í u.þ.b. 1 klst.

Marmelaði:
Kakan skorin í tvennt (lárétt) og þunnu lagi af 70°C heitu apríkósumarmelaði smurt inní, ofaná og utan á kökuna.
Kakan kæld í 2 klst.

Glassúr:
125 ml vatn
300 g sykur
250 g suðusúkkulaði

Sykur og vatn soðið saman í potti í 5 mínútur og kælt. Súkkulaðið brætt í vatnsbaði og síðan hrært saman við sykurlausnina meðan hún er ennþá heit. Hræra þarf blönduna vel saman þannig að hún verði þykkfljótandi. Ef hún verður of þykk má bæta við smá vatni. Þegar hræran er u.þ.b. við líkamshita (37°C) er henni hellt yfir kökuna og sléttuð vel með flötum hníf. Kreminu er smurt ofaná og utaná kökuna. Hægt er að bleyta hnífinn með vatni til að leysa kremið upp með ef það verður of óslétt.

Kakan er sett í kæli og þegar kremið er orðið stíft má merkja fyrir 12 sneiðum í kremið.