Einfaldur og einstaklega góður pastaréttur. Líka góður kaldur daginn eftir og því full ástæða til að búa til nógu mikið.

Spaghettí soðið samkv. leiðbeiningum á pakka

Ein eggjarauða, 150 ml af mjólk (rjóma ef mikið stendur til), 50 gr af parmasenosti, börkur af einni sítrónu og safi úr hálfri er blandað saman ásamt salt og pipar. Þessu þarf bara að blanda saman með gaffli, ekki á að þurfa að þeyta.

Þegar pastað er soðið er vatninu hellt af, pastað sett aftur í pottinn ásamt vænni klípu af smjöri. Smjörið ætti að bráðna á mjög skömmum tíma og er því um að gera að reyna að leyfa öllu spaghettíinu að fá smá smjör. Eggja, osts, osfrv. blöndunni hellt saman við og hrært. Eggið eldast við hitann af spaghettíinu, svo óþarft er að hafa áhyggjur af því.

Svo er bara að byrja að borða! Gott með vatni, hvítvíni og sennilega ýmsu öðru. Sem meðlæti mæli ég sérstaklega með gufusoðnu brokkolí eða ofnbökuðum gulrótum (500 gr gulrætur settar í álpappírsböggul með hvítlauk, grænmetissoði, hvítvíni, timjan og kúmeni og bakað í 40 mín).