Hæ kæru hugarar

Ég var sjálf að byrja í aðhaldi :) og er svona mikið búin að vera að reyna að gera þetta skemmtilegt og fjölbreitt orðin leið á að krydda kjúklingabringurnar alltaf eins svo ég fór að skoða hvað ég ætti og glugga í þær bækur sem ég á og ákvað að prófa eitt mjög einfalt og holt

Skinn og beinlausar kjúklingabringur
olivuolía
salt og piparblanda

Ég lét pínulitla olíu á svona look pönnu sem ekkert festist við (mjög sniðugar) og svo lagði ég lárviðarlaufin ofan á það og þar ofan á kjúklingabringurnar og steikti á hvorri hlið (passa samt að þær verði ekki eins og skósólar) Bar þær svo fram með brúnum hrísgrjónum og svona sweet chillie sauce og auðvitað salati.

Laufin gerðu rosalega gott bragð mæli hiklaust með að þið prófið :)
Kveðja Malin