Hér á Spáni eru jólin haldin dálítið öðruvísi en á Íslandi. Fjölskyldur koma saman á jóladag og borða mikið og drekka góð vín m.a. marispan og kampavín. Gjafir eru hins vegar ekki gefnar fyrr en 6. janúar en þá halda Spánverjar hina eiginlegu jólahátið. Það er dagur konunganna og fara 3 fagurlega búinr konumgar/vitringar á vögnum um borgir og bæi og strá sælgæti til mannfjöldans. Rökstyðja Spánverjar þessi hátíðarhöld með því að vitringarnir sem þeri kalla hina vitru konunga, hafi ekki komið að jötu Jesúbarnsins fyrr en 6.jan. eða á 13.degi jóla og þá færandi gjafir, svo sem gull, reykelsi og myrru.

Á degi konunganna er borðað sérstakt brauð, kallað Roscon de Rayes eða Kóngakrans. Áður fyrr var það bakað á öllum heimilum en nú fæst það keypt í verslunum og þá með “gull”kórónu í miðju kransins sem síðan fer á höfuð þess sem verður konungur/drottning dagsins. Í brauðdegið er settur hringur og stór baun sem heitir HABA og er græn að lit. Sá sem hreppir hringinn verður konungur/drottning en sá sem fær baunina á að borga brauðið.

Eftirfarandi eru 2 uppskriftir af Kóngakransi.

Roscon de Reyes.

1 kg. ristaðar og hakkaðar möndlur,
125 gr sykur
6 egg
Smá sletta af Visky eða Koniaki ef vill.

Þeyta eggin og blanda sykri og hökkuðum möndlum saman við, hræra stöðugt þar til massinn þykknar næginlega til að hægt sé að forma hring á bökunarplötu úr deiginu. Munið að setja einhverja gjöf í deigið. (plasthring eða annað) Kransinn skreyttur með kokteilberjum og möndlum , eða hverju því sem fólki þettur í hug.

Bakað í 150C heitum ofni í 30 mínútur eða þar til kransinn er þurr.
Reggies..