Það er kominn nýr pastaréttur á matseðilinn minn. Hann er rosalega góður, í raun miklu betri en innihaldslýsing gefur til kynna!

En þessi unaðslegi réttur er gerður svona:

750g Kúrbítur skorninn í þunnar sneiðar og skellt á pönnu með olíu og hvítlauk. Breitt yfir með álpappír og látið malla í 45 min á lágum hita. Hrært í þessu á ca 10 min fresti.

50g Sultanas (má sennilega setja rúsínur í staðinn) látnar liggja í Marsala í korter. Hef ekki notað annað en Marsala en etv mætti setja serrý í staðinn? Þessu er svo skellt á pönnuna með kúrbítnum þegar hann er búinn að malla í ca 45 min.

Pasta soðið eftir leiðbeiningum á pakka (þetta á að vera fyrir 4 er oftast fyrir 2-3 þegar ég er að borða:)) Ekki minnka uppskriftina fyrir færri, þetta svaka gott sem afgangar líka.

þegar pastað er tilbúið er þessu skellt saman, lófafylli af ferskri steinselju og parmasen út á, smá af ristuðum furuhnetum, blandað aftur og smá steinselja til skrauts ofan á!

Þetta er gott eitt og sér en það er auðvitað alltaf gott að hafa salat og brauð með pasta.

Mæli með hvítvíni, cider eða vatni með þessu