Ég bý þennan rétt mjög oft til enda er hann alveg rosalega góður.
Ég smakkaði svipaðan rétt á Caruso einu sinni og vann uppskriftina út frá honum.

Uppkrift fyrir fjöra til fimm.
Eitt bréf beikon
Einn poki valhnetur
Fimm til sex stórir sveppir
Tortelini (ég hef oftast notað með ostafyllingu

Sósa

1 harður hvítlauksostur
Mjólk
1 stykki kjötkraftur (Svínakjötskraftur passar vel með þessu)
Pipar og salt

Gerð réttarins.
Skerið beikonið í litla bita (ekki of litla samt), skerið sveppi í sneiðar og skerið eða brjótið hneturnar í 2 til 4 parta.
Steikið beikonið og sveppina.
Hneturnar eru settar fimm mínútur áður en rétturinn er tekinn af hitanum.
Sósan.
Setið smá mjólk í pott (aðeins yfir botnfylli). Skerið hvítlauksostinn í litla bita og setið hann svo út í. Setjiði einn kjötkraft út í. Bætið meiri mjólk í sósuna. Því meiri sem sósan á að vera þarf meiri mjólk. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
Sjóðið tortelini.
Þegar sósan og rétturinn er tilbúin setjið þá sósuna yfir réttinn, hneturnar út í (þær eiga ekki að vera mjúkar þegar rétturinn er borðaður. Hafið torteliniið sér svo það verði ekki of mjúkt.
Berið fram með brauði eða salati.
Góðar stelpur fara til himna,