Ég var að lesa hérna nokkrar greinar og ákvað að skella inn einum rétt sem mér finnst alveg roslaega gott að gera af og til en það er egg í brauði með skinku og osti!!

Þú munt þurfa:
1-2 brauðsneiðar á mann
1 egg í hvert brauð
1 skinku sneið á hvert brauð
Ca. 2 ostsneiðar á brauð eða bara nóg til að þekja það!!
Matarolíu dropa á pönnuna

Svona geri ég:
ég byrja á að hita pönnuna og olíuna á henni, á meðan olían hitnar þá geri ég gat á brauðið í miðjuni en skil eftir þó nokkuð í köntunum.
Svo þegar pannan er orðin heit þá set ég brauðið á pönnuna og brýt eggið en set fyrst smá hvítu í gatið en ekki allt eggið til að búa til smá skel í botninn svo skelli ég öllu egginu í gatið, leifi ég því að stikna í hæfilega langan tíma svo sný ég öllu heila klabbinu.
Þegar búið er að snú þá er gott að setja ostinn á hliðina sem búið er að steikja til að hann bráðni og skella skinkuni á pönnuna til að hita hana meðan hin hliðin stiknar.
Svo þegar eggið er til þá er þess öllu skellt á disk og skinku sneiðin sett ofan á og svo er þetta borið framm með mjólk og tómatsóðu eða álíka =)

Verði ykkur að góðu =)