Þetta er geðveikt gott,
Þetta er mjög gott á milli mála eða bara til þess að hafa með sjónvarpinu á kvöldin:

Það er ekki erfitt að gera þennan rétt:

Það sem að þú þart í réttinn:

250g smjörlíki
200g haframjöl
180g þurrkaðar apríkósur
180g hveiti
1½dl eplasafi
75g ljós púðursykur
60g blandaðar hnetur, saxaðar
1tsk lyftiduft
2stk græn epli, skræld og söxuð
börkur af einni appelsínu

Aðferð:
1) Hitið ofnin á 180°C, Smyrjið létt grunnt 23x28 sm kökuform.
2) Næst skuluð þið láta Apríkósunar og Eplin á pönnu ásamt eplasafanum og appelsínuberkinum, látið síðan malla í ca. 10 mínótur. slökkvið síðan á og leifið blöndunni að kólna í pínu stund og maukið hana síðan í matvinnsluvél/hakkara.
3) Þegar að þið eruð búin að því takið þá stóra skál og hrærðu saman smjörlíki og sykri í hana. Hnoðið hveiti, lyftidufti, haframjöli og hnetum saman við.
4) þrístið síðan helmingi af blöndunni í léttsmurt formið, Hellið apríkósublöndunni yfir og dreifið vel úr henni. Jafnið afgangnum af blöndunni ofan á og þrýstið létt.
5) . Bakið í 30 mín, þar til gullið. Skerið kökuna í 16 stangir í forminu. Látið kólna á grind í forminu áður en stangirnar eru teknar úr því.


ATH!
Séuð þið sykursjúk er alltaf ráðlegt að ráðfæra sig við lækni áður en prófaður er nýr réttur.


Verði ykkur síðan bara að góðu:
**Peli**