Pepperoni-fylling
1 rúllutertubrauð
1 dós sýrður rjómi
2-3 msk mæjónes
100 gr pepperoni
1 rauðlaukur
1/2-1 bolli ólífur
ítölsk kryddblanda
salt og pipar eftir smekk
rifinn ostur

Skerið pepperoni, lauk og ólífur smátt niður.
Hrærið saman við mæjónes og sýrðan rjóma.
Kryddið eftir smekk.
Smyrjið blönduna á brauðið og rúllið því varlega upp.
Leggið brauðið á ofnplötu sem klædd hefur verið bökunarpappír og stráið rifnum osti yfir.
Bakið í 20 mínútur við 180°c

Skinku-fylling
1 rúllutertubrauð
1 askja sveppasmurostur
2-3 msk mæjónes
200 gr skinka
1 dós grænn aspas
smá soð af aspasnum

Blandið öllu hráefni saman í pott nema brauðinu.
Smyrjið á brauðið og rúllið upp.
Bakið í ca. 15-20 mínútur

Mexíkó-fylling
1 rúllutertubrauð
1 mexíkóostur
smá rjómi
pepperoni

Bræðið ostinn í rjómanum og bætið niðurskornu pepperoni við.
Smyrjið á brauðið og rúllið upp.
Bakið í ca. 15-20 mínútu