Ég er 15 ára og ég stefni á að verða kokkur. Ég elda mjög mikið og tel mig vonandi vera nokkuð góða.
En ég ætla að skrifa upp eina uppskrift eftir mig og ég vona að einhverjum finnist hún góð :)

Spaghetti
u.þ.b 200 gr. af rækjum
Hálfur rauðlaukur
3 rif af hvítlauk
10-12 svartar ólífur
sveppir, helst kastaníu sveppir
salt
svartur pipar
Taaza masla
Ítalst sjávarréttakrydd

Sjóðið spaghettiði, steikið sveppina og laukinn í ólífuolíu.
Bætið síðan svörtu ólífunum og rækjunum. Kryddið eftir smekk. Hellið spaghettinu í skál. Látið “gumsið” í aðra skál og berið fram í sitthvoru lagi. Fáið ykkur spaghetti á diskinn og hellið "gumsi yfir. Veði ykkur að góðu :)
Nenniði plís að segja mér hvernig ykkur lýst á… :)