Jæja mér datt í hug að koma með uppáhalds salötin mín…

Það fyrsta er rjómaávaxtasalat sem er gott að hafa með svona veislumat, eins og kjúklingi, smjörsteiktum kartöflum og meðlæti.

Rjómaávaxtasalat

HRÁEFNI

Epli
Banana r
Jarðaber
Vínber
Kiwi
Rjómi
Súkkulaðistykki

Ég gef ekki upp hve mikið af hverju á að vera vegna þess að sumir kjósa að hafa meira af ákveðnum ávöxtum og einnig má sleppa sumum af þeim ef manni líkar ekki við einhvern ákveðinn ávöxt;)

Allavega, þá sker maður alla ávextina niður og blandar saman í eina skál.

Þareftir þeytir maður rjómann og blandar saman við ávextina.
Síðast tekur maður súkkulaðið og saxar það niður í litla bita og setur út í. Stundum er voða gott að setja mismunandi súkkulaði út í eins og til dæmis mars, snickers o.s.frv.


Næsta uppskrift er í rauninni eftirmatur heldur en salat.

Í það þarf:

Ís
Banana
Jarðaber
Kiwi
Epli
Appelsinur

Ísinn þarf að vera vel linur og maður tekur hann og smyr hann í djúpa skál og lætur holu vera í skálinni.

Tekur ávextina og sker þá niður og blandar saman og leggur ofan í holuna í ísnum.

Skálin ætti að vera þá full og ráðlegg ég þá að skera niður ávexti og skreyta með ofan á ísinn og ávextina.


Vona að þetta hafi gefið ykkur góðar hugmyndir og verði ykkur að góðu.