Mér datt í hug að deila þessari uppskrift með ykkur, þar sem hún er svo dásamlega einföld og góð!

4-6 kjúklingabringur
1 krukka grænt pestó
3-4 stórir tómatar
fetaostur

Skerið tómatana í báta og setjið í eldfast mót. Berið á þá vel af grænu pestói. Skerið bringurnar í stóra bita og setjið ofan á tómatana og setjið á þetta allt saman meira pestó. Þegar þetta allt er vel makað í pestói, setjið þá slatta af fetaosti yfir, og verið ekkert að hugsa um að taka sem mestu olíuna af ostbitunum, bragðið af henni er svo gott og fínt út í réttinn. Þetta er svo bakað við 180 gráður í 30-40 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Berið fram með hrísgrjónum og ofnbökuðum kartöflubátum ;o) Verði ykkur að góðu.