Pestókjúklingur.

1msk. rautt pestó

1msk. grænt pestó

ólífuolía

eðalkrydd

kjúklingakrydd

pipar

Og bara öll sterku kryddin sem þú átt til í eldhúsinu.

Aðferð: Setur þessar 2msk. af pestói í glas eða skál. Setur slatta af ólífuolíu ekki of mikið og ekki of lítið (þetta á ekki að vera þunnt seiði heldur frekar svona dáldið eins og sósa) Svo blandarðu kryddunum út þangað til að þetta er orðið gott á bragðið af þínu mati. Það er gott að setja basilíku eða graslauk í líka. Þetta ætti að duga fyrir svona 1 miðlungs kjúkling.


Tómataréttur

1 stk hreinn mozarella (alveg hvítur í svona vökva)

2-3 tómatar

Salt

Pipar

basilika

og önnur krydd sem þú finnur í skápnum.

Ólífuolía/olía

Aðferð: Skerðu mozarellaostinn í eins þunnar sneiðar og þú getur. Skerðu tómatanna eins (ekki í báta heldur svona þvert svo að þeir mynd sneiðar). Raðaðu þessu upp til skiptis á fat (rautt/hvítt). Heltu ólífuolíu yfir. Kryddaðu með salt og pipar og notaðu bæði freska og þurrkaða basilku til að fá rétt bragð. Svo er gott að nota t.d. graslauk eða einhver önnur ítölsk krydd.

Svo er líka hægt að fá cherrytómata og minni mozarellaosta (bita) og sett þá á grillpinna. Blandað olíuna og sett þetta á fat og helt olíunni yfir og svo er þetta borðað eins og grænmeti á pinnum.

Ég mæli með því að kaupa ítalskann mozarellaost í stað íslenska því að hann er miklu betri.

Vonandi verður þetta ykkur af einhverju gagni (þetta er rosalega gott:)

Fantasia