Fyrir svolitlu síðan þá fékk ég leyfi til að elda matinn á gamlárskvöld.. Ég er farin að panica smá þar sem ég vissi ekki að ég þyrfti að elda fyrir 12 MANNS! :| En allavegana.. Það verður kalkún í aðalrétt og svo hef ég hugsað mér að hafa einhvern rækjukokteil í forrét sem mamma var að tala um og kannski einhverja tertu í eftirrétt.

En nú þarf ég ykkar hjálp! Ég verð að hafa þetta fullkomið, svo ef þið vitið um einhvern góðan forrét eða eftirrétt segið mér frá honum! Ég ætla að fá sem minnsta hjálp frá mömmu, ég held að hún haldi að ég geti þetta ekki :/ En ég ætla! ;)

Hvernig tókst svo ykkar fyrsti kalkúnn? :O

Óskið mér góðs gengis :|