Það kom svo skemmtilega upp um daginn hjá mér og vinnufélögum mínum að okkur var sendur maður. Áður en þið farið að hugsa um vændi og þess háttar get ég leiðrétt þann misskilning, maður þessi var sendur okkur til að kenna okkur hina fáguðu list Mixology, eða fræðina að blanda saman ýmsum hráefnum til að fá eitthvað gott og flott úr.

Maðurinn sjálfur var hinn skemmtilegi frakki Marc Danays sem er yfirmaður VIP svæðisins í Fabrik í London, sem mun vera einn stærsti skemmtistaður þar með um 3000 manna aðstöðu. Marc er þekktur um Evrópu sem barþjónn og vann meðal annars barþjónakeppni í fyrra fyrir kokteilinn sinn Appily Married.

Þeir sem sendu okkur Marc eru framleiðendur vodka hér á Íslandi, vodka sem hefur verið framleiddur hérna síðan 1936 en enginn veit um. Þessi vodki er Pölstar. Þessi vodki er nánast óþekktur á Íslandi nema þá sem ódýr keyrsluvodki á börum, hinsvegar er þessi spíritus svo langtumbetri heldur annar vodki í sölu hér á landi, Marc sjálfur notar næstum því bara pölstar í vinnunni. Pölstar hefur það framyfir aðrar tegundir aðalega tvo hluti. Íslenska vatnið sem er það besta í heimi og svo það að áfengið er síað í gegnum íslenskt hraun sem gefur því góðan keim. Prima vodki sem allir ættu að prófa.

Pölstar kemur í þónokkrum bragðtegundum og styrkleikum,
-Pölstar Rauður 37,5% venjulegur
-Pölstar Premium 40% Bragðmeiri en sá rauði
-Pölstar Premium Plus 45% Alvöru Rússi ;)

Pölstar Sítrónu 37,5% Mjög góður og sterkur sítrónu keimur
Pölstar Cranberry 37,5% Rauður, týpískur trönuberja vodka
Pölstar Apple 37,5% Frábær sterk epplalykt finnur vel fyrir styrkleikanum
Pölstar Pipar 37,5% Finnur ekkert svo fyrir áfenginu en piparinn fer niður hálsinn og upp nefið Mjög gott
Pölstar Cucumber 37,5% Hreinlega frábær vodki, öðruvísi en allt annað á markaðinum, svo er bara fyndið að finna agúrku bragðið.

Svo til að slútta þessu og hafa smá gaman af þá skil ég eftir nokkrar uppskriftir sem við lærðum af Marc.

Apple Martini
4,5cl Apple pölstar
1,5cl Manzanita/epplasnapps
Nokkra dropa sykursýróp
Hrist saman svo drainað í martini glas, dass af sóda ofaná og sneið af eppli sem garnish.

Appilly married
3cl Apple pölstar
3cl Cucumber Pölstar
nokkrir dropar af sykursýrópi
Ferskt Dill
Lime sneið
Dill og sýróp muddlað saman ofan í hristaranum, kreist úr lime sneiðinni og áfenginu bætt við, þetta hrist kröftuglega og svo drainað í gegnum tesýju ofan í martini glas. Á frábærlega við með laxi og sem apperative.

Marc 101
4,5cl Pipar Pölstar
1,5cl Apricot liqeur
lime safi úr einni sneið
nokkrir dropar sykursýróp
allt hrist saman drainað í martini glas, dass af sóda ofaná og sneið af appelsínu berki sem garnish.

Zalad
4,5cl Cucumber Pölstar
Nokkur mintulauf
nokkrir dropar sykursýróp
epplasafi
Minta og sýróp muddlað í long drink glasi svo áfenginu bætt við fyllt upp með epplasafa. Þessi er hrikalega góður. Kemur skemmtilega á óvart, nafnið er ekki rangnefni.

Bazooka shooter
3cl Baileys
1,5cl blue curacao
1,5cl banana liqeur
Allt hrist með klaka og drainað í stórt skotglas eða 2 lítil. Minnir mann á tyggjó =)

Jæja ég vill þakka fyrir mig og vonandi kemur þetta að einhverjum notum.
————————-