Ofnbakað lambalæri með hvítlauk og rósmarín Ofnbakað lambalæri með hvítlauk og rósmarín

tekur um 2 klst.

Fyrir 6

1 lambalæri 2,5 kg
2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
2 stk rósmarín
1 msk ólífuolía
1 tsk gróft salt
svartur pipar úr kvörn
2,5 dl hvítvín
stór örk af álpappír

Blandið saman hvítlauknum, rósmaríninu, olíunni, saltinu og piparnum í litla skál. Breiðið úr álpappírnum og leggið lærið á möttu hliðina og setjið á maukið ásamt 1 dl af hvítvíninu. Lokið álpappírsörkinni þannig að rúmt sé um lærið og gangið vel frá endunum þannig að safi leki ekki út, skiljið eftir 2 litlar rifur á álpappírsbelgnum þannig að eitthvað loft nái að leika um kjötið. Setjið í ofn á 180 c og bakið í 1 1/2 tíma. Opnið þá álpappírinn án þess að safi leki út og hækkið ofnhita í 200 c og látið vera í 15 mín til viðbótar til að fá fallega brúningu ofan á kjötið. Færið kjötið upp á fat og látið standa á volgum stað í 15 mín þannig að safinn vætli ekki úr kjötinu þegar það er skorið. Sigtið soðið úr álpappírsörkinni í pott, fleytið af fitu, bætið í hvítvíninu og sjóðið í nokkrar mínútur. Smakkið soðið til með salti, pipar og kjötkrafti. Litið með sósulit og þykkið ögn með maisenamjöli úthrærðu í köldu vatni. Berið fram með soðnum kartöflum og grænmeti.