Þetta eru alveg rosalega góðar danskar flödebollur(eins og kókosbollur á bragðið). Uppskriftinni er skift í þrjá hluta, botn, fyllingu og hjúp. Það er vegna þess að danskar flödebollur eru með svona kexbotni sem er ekki á venjulegum kókosbollum(það er þægilegra að borða svona danskar…). En þið sem elskið fyllinguna, það er hægt að gera hana bara sér ;) mæli samt ekki með því að gera of mikið :/!

Það sem þið þurfið er:

- Botnar -
3 dl hveiti
100 gr smjörlíki
3/4 dl sykur

-Fylling-
6 eggjahvítur
4 dl sykur

-Hjúpur-
U.þ.b. 300 gr hjúpsúkkulaði

Þegar þið eruð búin að tékka í skápana getiði byrjað að búa til bollurnar. Aðferðin er svona:

-Botnar-
Hveiti og smjörlíki er mulið saman og sykri bætt í. Hnoðið deigið og fletjið út. Skerið um það bil 25 botna út með glasi. Bakið svo botnana við ca 200° í tíu mínutur.

-Fylling-
Þeytið eggjahvíturnar þar til að þið getið hvolft skálinni án þess að neitt hellist úr og blandið sykrinum hægt í. Setjið fyllinguna á kalda botnana með svona rjómasprautu(held að maður geti líka bara notað skeið - eða poka með gati eða eitthvað).
Setjið inn í ofn(150°) og hitið það í 5 mín. Þá verður fyllingin aðeins stífari svo að hægt verði setja súkkulaði á hana.

-Hjúpur-
Bræðið súkkulaðið og setjið á bollurnar með því að dreypa súkkulaðinu á með pensli.

Og þá eru flödebollurnar tilbúnar!


Ég fann þessa uppskrift á netinu(á dönsku) en hef aldrei fengið að gera hana vegna þess að ég þarf að nota svona mikið af eggjahvítum. En ég hef gert fyllinguna(mikið minna en er sagt) og hún er góð. ;)