Hafragrautur er máltíð sem tekur ekki nema um 6 mínútur að framreiða og inniheldur ein bestu hlutföll kolvetna, prótína og fitu, auk hollra trefja sem sýnt hefur verið fram á að lækki kólesteról og blóðþrýsting.


Hafragrautur í potti: Setjið einn bolla af haframjöli á móti tveim bollum af vatni í pott, bætið við salti og sjóðið. Hafragrauturinn er tilbúinn… :)

Hafragrautur í örbylgjuofni: Setjið einn bolla af haframjöli á móti tveim bollum af vatni í hæfilega stórt ílát. Hitið í 4 mínútur á fullum styrk. Bætið við salti.


Verði ykkur að góðu :)