Þessi uppskrift hefur sér langa sögu í fjölskyldunni minni og ég hef aldrei verið eins stolt og þegar ég eldaði þetta og það kom eins vel út og hægt var :D

300 gr Nautakjöt brytjaði niður í teninga, steikist á pönnu best er að steikja það uppúr olíu kryddað eftir smekk með Season all/Kjöt og Grill.
Eftir steikinguna er kjötið sett í hæfilega stórann pott með vatni eftir þörf.
—-
1/4 hluti Saxaður laukur
1 stórt Epli
2-4 Gulrætur fer alveg eftir stærð
50 gr Rúsínur

Þetta er allt steikt á pönnu þartil það er kominn litur á þetta, svo er þessu skellt í pottinn með kjötinu, soðið saman í 30-40 mín en þá er bætt við 1/4 líter rjómi ásamt hveiti blöndu eða sósuþykkni (ég nota frekar sósuþykkni).
Best er að smakka sósuna og ef hún er frekar dauf og leiðinlegt bragð er bara að bæta smá kryddi við sem einnig var notað til þess að krydda kjötið til að byrja með.

Best er að bera þetta fram með hrísgrjónum, kartöflustöppu og brauði.

Það ná NOTA BENE ALDREI sleppa rjómanum í sósuna… það eyðileggur bragðið ALGERLEGA.

Vonandi að þið njótið :D

Kv. Taran