Girnilegir eftirréttir Desertglas með ferskum ávöxtum og sítrónufrómas

Fyrir 8

Hráefni:

Setja á innkaupalista:

ferskir ávextir að eigin vali
Maltesers kúlur, saxaðar
jarðarber
Fromage
5 dl rjómi, þeyttur
1 dl sítrónusafi
75 g sykur
6 stk matarlímsblöð
3 stk eggjarauður





Aðferð
Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í 10 mín. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn vel saman. Bræðið matalímsblöðin yfir vatnsbaði, bætið sítrónusafanum saman við þau og blandið vökvanum varlega saman við eggjahræruna. Blandið þeytta rjómanum síðan varlega saman við að síðustu. Látið niðurskorna, ferska ávexti að eigin vali í eftirréttaglös. Setjið síðan frómasblöndu þar ofan á og myljið Malteserskýulur þar yfir. Bætiðs vo frómas aftur yfir og skreytið með rjóma og jarðarberjum. Þennan eftirrétt þarf að kæla í minnst 1-2 klst. áður en hann er borinn fram.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 0. 1281 309 100
Fita 27. 1003 244 78
Kolvetni 14. 230 54 17
Prótein 3. 49 11 3
Trefjar

Undirbúningur 30 mín
Matreiðsla 0 mín
Einfaldleiki Meðal
—————————————————– —

Fyllt Jarðaber!

Fyrir 4

Hráefni:

Setja á innkaupalista:

60 g jarðarber (10 ber)
2 msk mascarpone ostur
2 tsk flórsykur
1 tsk vanilludropar





Matreiðsla
Veljið stærstu jarðarberin úr öskjunni. Skerið litlu laufin af þeim með beittum, litlum hníf og gerið síðan gat í berin. Skerið einnig örlítið neðan af berjunum svo þau standi auðveldlega. Hrærið mascarpone ostinum, flórsykrinum og vanilludropunum saman þangað til blandan er orðin létt í sér. Sprautið henni síðan með rjómasprautu í gatið á jarðarberjunum.

Hollráð
Áætlið þrjú til fjögur jarðarber á mann. Fylltu jarðarberin passa líka mjög vel í kokkteilboðið.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g

g kJ kkal %
Orka 676 162 100
Fita 10 357 87 53
Kolvetni 12 203 48 29
Prótein 5 91 21 13
Trefjar 1

Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 10 mín
Einfaldleiki Meðal

————————————————— ——
Myndin er af ávöxtunum og sítrónufrómasinu!

Verði ykkur að góðu.
Kisulóra89